Prenthaus

Slagsmálahundarnir ekki frá Akureyri

Slagsmálahundarnir ekki frá Akureyri

Að sögn Lög­reglunnar á Akur­eyri eru mennirnir sem lentu í slagsmálum fyrir utan Bláu Könnuna og brutu rúðu á Götubarnum í gær ekki með fasta búsetu á Akureyri eða á Íslandi. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins í dag.

Sjá einnig: Rúða á Götubarnum brotnaði í slagsmálum – Sex í varðhaldi

Sex var hneppt í varðhald og fimm gistu fangageymslur í nótt. Einn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann sem hann gekkst undir aðgerð vegna sára sinna.

Sjá einnig: Fimm gistu fangageymslur eftir slagsmálin

„Þetta eru engin upp­gjör. Þetta bara eins og gengur og gerist. Rann­sóknin er á frum­stigi og skýrist betur þegar yfir­heyrslur fara í gang,“ segir Logi Harðar­son, varð­stjóri hjá Lög­reglunni á Akur­eyri í samtali við Fréttablaðið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó