Snorri heldur áfram að slá í gegn í Kólumbíu – Myndbönd frá Íslandi vinsæl

Dalvíkingurinn Snorri Eldjárn Hauksson seri nýlega aftur til Íslands eftir tónleikaferðalag um Kólumbíu þar sem hann hefur slegið í gegn sem Vallenato söngvari.

Vinsældir Snorra þar í landi hófust þegar hann hlóð upp myndbandi af sér að syngja svokallaða Vallenato söngva sem eru vinsælir í Kólumbíu. Hundruðir þúsunda horfðu í kjölfarið á myndbönd Snorra sem fékk að lokum boð um að ferðast um landið og halda tónleika.

Nú þegar Snorri er kominn aftur til landsins notar hann samfélagsmiðla til þess að sýna aðdáendum sínum frá lífinu hér. Snorri býr nú á Dalvík þar sem hann spilar fótbolta með Dalvík/Reyni.

Í gær setti hann inn skemmtilegt myndband þar sem hann lék sér í snjónum á Dalvík. Hann segir að aðdáendur hans hafi gaman af því að sjá frá Íslandi, fá innsýn í líf hans hér og sjá aðrar hliðar á honum. Þá segir hann að myndbandið hér að neðan hafi vakið mikla kátínu.

Sjá einnig:

Snorri slær í gegn í Kólumbíu: „Ótrúlegt hvað þetta hefur gerst hratt“

Snorri Eldjárn heldur tónleika í Kólumbíu

VG

UMMÆLI

Sambíó