NTC

Söfnunarféð nær tvöfaldaðist á einum sólahringTilvonandi garðurinn hans Gústa.

Söfnunarféð nær tvöfaldaðist á einum sólahring

Það kom heldur betur kippur í söfnunina fyrir Garðinn hans Gústa nú í upphafi septembermánaðar þegar söfnunarféð hartnær tvöfaldaðist á einum sólarhring. Sem stendur hafa safnast tæplega fjórar milljónir til verkefnisins en markmiðið er að safna tíu milljónum.

Margt smátt gerir eitt stórt

Garðurinn hans Gústa er verkefni sem nokkrir vinir Ágústar H. Guðmundssonar heitins standa að. Markmiðið er að reisa veglegan körfuboltavöll við Glerárskóla og afhenda Akureyrarbæ í nafni Ágústar, þegar aðstaðan verður fullbúin. Ágúst, sem lést í upphafi árs langt fyrir aldur fram, markaði djúp spor í sögu körfuboltaíþróttarinnar á Akureyri og í íþróttastarfi Þórs.

,,Aðstandendur Garðsins hans Gústa eru óendanlega þakklátir öllum sem gefið hafa til verkefnisins með einum eða öðrum hætti og senda þeim sínar allar bestu þakkir. Við skorum jafnframt á alla sem eru aflögufærir að leggja Garðinum hans Gústa lið með fjárframlögum. Margt smátt (og stórt) gerir eitt STÓRT!,“ segir í tilkynningu frá góðgerðarsamtökunum.

Félagasamtök og fyrirtæki dugleg að styrkja og gefa vinnu í verkefnið

Margir einstaklingar hafa látið af hendi rakna síðustu daga auk félagasamtaka og fyrirtækja. Miklu munaði um rausnarlegan einnar milljón króna styrk frá Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar. Baldvin lést ungur að aldri eftir fimm ára baráttu við krabbamein og segir í tilkynningu sjóðsins að styrkurinn sé vel við hæfi þar sem Baldvini var umhugað um uppbyggingu innan póstnúmersins 603.

Áður hafði ráðgjafafyrirtækið Nautic ehf. gefið eina milljón til Garðsins hans Gústa og Cintamani gaf 150.000 krónur. Þá hafa verktakar og fyrirtæki heldur betur greitt götu verkefnisins með því að gefa vinnu sína og aðföng og/eða í formi ríflegs afsláttar á hinu og þessu.

Byggingarverktakinn Lækjarsel ehf. hefur styrkt verkefnið á rausnarlegan hátt. Blikkrás gáfu steypuhólka fyrir völlinn og Nesbræður ehf. gáfu jarðvegsvinnuna. Skýlir ehf. seldi sjóðnum girðinguna kringum völlinn á kostnaðarverði og gefa uppsetninguna. Fyrirtækið 1966 styrkti Garðinn hans Gústa með því að láta körfurnar og völlinn á kostnaðarverði og Gunnþór Kristjánsson bílstjóri gaf flutninginn á körfunum norður. Þá mun Áveitan ehf. styrkja verkefnið með vinnu við pípulagnir og Rafmenn ehf. með rafmagnið.

,,Þessi upptalning er hins vegar ekki tæmandi og verður bætt úr því eftir því sem síðuritara fær frekari upplýsingar. Loks eru ótaldir þeir einstaklingar sem hafa gefið fé og/eða lagt á sig vinnu til þess að láta þessa hugmynd verða að veruleika. Án gjafmildi og fórnfýsi einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja gæti Garðurinn hans Gústa ekki risið.“

„Takk kærlega fyrir að hjálpa okkur að heiðra minningu Gústa. Að lokum skorum við á alla að styrkja þetta verkefni. Það munar um allt. Stórt og smátt,“ segir í tilkynningunni.

Reikningsnúmer Garðsins hans Gústa er 0302-26-000562 og kennitala er 420321-0900.

Sjá einnig:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó