Vinna og vélar

Sögulegt afrek í blakinu

Sögulegt afrek í blakinu

Ótrúlegu blaktímabili lauk í KA heimilinu í gær þegar karlalið KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Degi áður höfðu konurnar gert slíkt hið sama. Bæði lið höfðu þegar tryggt sér Bikar- og Deildarmeistaratitla í vetur en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem að sama félag er handhafi allra titla, bæði kvenna og karla megin í blakinu.

Sjá einnig: Blakvígið á Akureyri

Á mánudagskvöd tryggðu konurnar sér titilinn með sannfærandi 3-0 sigri á HK í hreinum úrslitaleik. Liðið átti sennilega sinn besta leik í vetur fyrir framan fullt KA heimili. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill KA í blaki kvenna.

Í gærkvöldi vann karlaliðið svo ótrúlegan 3-2 sigur á HK. Þetta er annað árið í röð sem að strákarnir eru þrefaldir meistarar.

Mynd með frétt: KA.is/Þórir Tryggva


Sambíó

UMMÆLI

Sambíó