Staðfest smit orðin 37 á Norðurlandi eystra

Staðfest smit orðin 37 á Norðurlandi eystra

37 smit vegna Covid-19 hafa nú verið staðfest á Norðurlandi eystra. Það fjölgar því um tvö smit frá tölum gærdagsins. Þetta kemur fram á covid.is þar sem nýjustu tölur vegna smita voru birtar klukkan 13.

Sjá einnig: Einn í öndunarvél á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Einstaklingum í sóttkví heldur áfram að fækka og nú eru 269 í sóttkví á svæðinu en í gær voru 325 einstaklingar í sóttkví. Þann 1. apríl voru 375 í sóttkví og því hefur einstaklingum í sóttkví fækkað um yfir 100 á tveimur dögum.

Sambíó

UMMÆLI