Stærsta Söngkeppni VMA hingað til

Elísa Ýr sigraði keppnina í fyrra

Elísa Ýr sigraði keppnina í fyrra

Sturtuhausinn, söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri, verður haldin 26. janúar næstkomandi í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Keppnin í ár verður sú stærsta hingað til. Landsþekktir einstaklingar hafa verið fengnir í hlutverk dómara og kynna fyrir keppnina.

Tilkynnt verður í vikunni hvaða einstaklingar það eru en Kristján Blær formaður Þórdunu, nemendafélags VMA, segir að keppnina hafi aldrei prýtt jafn veglegir dómarar og kynnar.

Sjá einnig: Þrír nemendur VMA slá í gegn í Voice

Skráning í keppnina er í fullum gangi en undanfarin ár hafa verið um 18-20 atriði skráð. Elísa Erlendsdóttir sigraði keppnina á síðasta ári en síðan þá hefur hún til að mynda sungið með Friðriki Ómar á jólatónleikum og tekið þátt í sjónvarpsþættinum Voice. Anton Líni lenti í 2. sæti og Sindri Snær í því þriðja.

UMMÆLI