Steingrímur biðst afsökunar á ummælum um Sjálfstæðisflokkinn

Steingrímur J. Sigfússon hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Sjálfstæðisflokkinn á pallborðsfundi í Menntaskólanum á Akureyri. Steingrímur sem er í oddvitasæti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi sagði Sjálfstæðisflokkinn fatlaðan.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins svaraði Steingrími fullum hálsi. „Ég ætla nú fyrst að frábiðja mér því að pólitíkusar tali með þeim hætti að líkja einhverjum sem þeim líkar ekki við sem fatlaða einstaklinga. Það er fáránlegt. Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir. Talandi um ódýra pólitík,“ sagði Áslaug á fundinum.

Steingrímur baðst afsökunar á ummælum sínum á fundinum og hefur nú ítrekað þá afsökunarbeiðni. „Þetta er að sjálfsögðu óviðeigandi og óásættanlegt orðaval af minni hálfu.“

Sjá einnig:

Steingrímur kallar Sjálfstæðisflokkinn fatlaðan

UMMÆLI

Sambíó