Stendur enn til að Krónan opni á Akureyri

Stendur enn til að Krónan opni á Akureyri

Það stendur enn til að Krónan opni verslun á Akureyri en koma verslunarinnar í bæinn hefur staðið til frá því árið 2016. Hjör­dís Erla Ásgeirs­dótt­ir, markaðsstjóri Krón­unn­ar, segir að forsvarsmenn Krónunnar séu spenntir fyrir opnun á Akureyri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Sjá einnig: Hvað vantar Akureyringa sem Reykvíkingar hafa?

„Við erum að vinna í skipu­lags­mál­um í sam­vinnu við Ak­ur­eyr­ar­bæ á lóð okk­ar við Gler­ár­götu 36, áður en farið verður í að byggja hús­næðið,“ segir Hjördís í Morgunblaðinu.

Skipu­lags­ráð Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar lagði á dög­un­um til við bæj­ar­stjórn að til­laga að breyttu skipu­lagi við Hvanna­vallareit yrði aug­lýst og samþykkti bæj­ar­stjórn þá til­lögu á fundi sín­um í gær, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó