Stórir dagar framundan í bólusetningumMynd: Slökkvilið Akureyrar á Facebook

Stórir dagar framundan í bólusetningum

Stórir dagar eru nú framundan í bólusetningum á Norðurlandi en samkvæmt tilkynningu frá Slökkviliði Akureyrar verða 1000 manns bólusettir á slökkvistöðinni í dag og 1000 til viðbótar á fimmtudaginn.

„Lögreglan og Súlur björgunarsveit sjá um að allt gangi smurt fyrir utan og HSN og SA sjá um innivinnuna. Hlökkum til að sjá ykkur á þessum sólríka degi. Minnum á maskana og notkun myndavéla er óheimil,“ segir í tilkynningu slökkviliðsins.

Sjá einnig: Bólusetningar á Norðurlandi dagana 27.- 30 apríl

Nú eru stórir dagar framundan í bólusetningum. Áætlað er að bólusetja 1000 manns í dag og um 1000 manns á fimmtudag….

Posted by Slökkvilið Akureyrar on Tuesday, April 27, 2021

UMMÆLI

Sambíó