Stúlkan sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut á batavegi

Stúlkan sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut á batavegi

Ekið var á stúlku á Hörgárbraut á Akureyri á laugardaginn. Hún var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri í kjölfarið en er nú úr lífshættu og á batavegi. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Bíll ók gegn rauðu ljósi við gangbraut á Hörgárbraut og keyrði á stúlkuna. Á vef RÚV segir að stúlkan sé á batavegi en að hún eigi langt og strangt bataferli fyrir höndum. Stúlkan brotnaði á læri, mjaðmagrind, viðbeini og kjálka. Hún er á sjöunda aldursári.

Hún fór í aðgerð á læri í gær og mun gangast undir aðra aðgerð á kjálka í dag.

Sjá einnig: Ekið á barn við Hörgárbraut

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó