Ekið á barn við Hörgárbraut

Ekið á barn við Hörgárbraut

Ekið var á sjö ára gamalt barn um þrjúleytið í dag á Hörgárbraut. Barnið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri en ekki er vitað um ástand þess á þessari stundu.

Lokað var fyrir umferð um Hörgárbraut þar til rétt fyrir fimm, á meðan rannsókn lögreglunnar fór fram. Ökumaðurinn er ekki grunaður um ölvunar- eða fíkniefnaakstur en það á eftir að taka skýrslu af honum.

Íbúar í hverfinu hafa lengi barist fyrir því að fá undirgöng eða göngubrú yfir götuna en ekki hefur verið hlustað á það og einungis var komið fyrir umferðarljósum á stað þar sem ekið var á sex ára dreng síðasta vetur.

Sjá einnig:

Sambíó

UMMÆLI