KIA

Sundlaugar munu ekki opna í dag

Sundlaugar munu ekki opna í dag

Sundlaugar Akureyrar eru lokaðar í dag, 12. desember, vegna takmarkaðrar heitavatsnotkunar. Norðurorka hefur neyðst til að takmarka heitt vatn til stórnotenda á Akureyri sem þýðir að Sundlauga Akureyrar hefur þurft að lækka hitastigið í laugunum hjá sér.

Sjá einnig: Akureyringar beðnir um að spara heita vatnið

Norðurorka er að vinna í því að koma fyrir auknu varaafli og verður staðan metin í dag en ljóst er að sundlaugarnar verða kaldar í dag og því ekki hægt að opna.

Ekki er vitað hvenær verður hægt að opna aftur en það getur tekið dágóðan tíma að koma hita aftur á laugar og potta. Allar sundæfingar hjá Sundfélaginu Óðni falla einnig niður í dag vegna málsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó