NTC netdagar

Telja eldinn í Hafnarstræti hafa kviknað í þurrkara

Telja eldinn í Hafnarstræti hafa kviknað í þurrkara

Lögreglan á Akureyri beinir nú rannsókn sinni vegna brunans við Hafnarstræti 37 í síðasta mánuði, að þurrkara í húsinu. Þetta kemur fram á mbl.is.

Sjá einnig: Eldur í timburhúsi við Hafnarstræti

67 ára karlmaður lést á gjörgæsludeild Landspítalans eftir brunann. Bergur Jónsson, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra, segir á mbl.is að nú sé beðið niður­stöðu tækni­deild­ar sem og Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar til að finna elds­upp­tök.

Grunurinn beinist að þurrkaranum en ekki er vitað hvenær niðurstaða fæst í málið

UMMÆLI