beint flug til Færeyja

Þátttakendur í könnnun Envalys vilja gildandi aðalskipulag áfram á Oddeyrinni

Þátttakendur í könnnun Envalys vilja gildandi aðalskipulag áfram á Oddeyrinni

Dagana 3.-10. júní stóð fyrirtækið ENVALYS fyrir könnun á viðhorfi fólks til þeirra þriggja valkosta sem kosið var um í íbúakosningu á Akureyri 27.-31. maí síðastliðinn í tengslum við uppbyggingu á Oddeyrinni.

Niðurstöður könnunar Envalys, sem byggja á gögnum frá 231 þátttakanda, sýna að þátttakendur voru fremur hlynntir þéttingu byggðar á Akureyri og að þátttakendum líkaði almennt fremur vel við gildandi aðalskipulag, það er 3 til 4 hæðir. Þátttakendum líkaði þá fremur illa við 6 til 8 hæða hús og 5 til 6 hæða hús.

Sjá einnig: Langflestir sem kusu vilja gildandi aðalskipulag áfram á Oddeyrinni

Þetta er í takt við niðurstöður úr ráðgefandi íbúakosningu sem haldin var í lok maí þar sem að flestir greiddu atkvæði með gildandi aðalskipulagi , eða 67 prósent þeirra sem tóku þátt þar.

Í könnun Envaly var hægt að sjá í þrívídd (3D) þá þrjá valkosti sem kosið var um í nýlokinni íbúakosningu. Könnunin var tilraunaverkefni á vegum ENVALYS og var hún að öllu leyti unnin að undirlagi fyrirtækisins og á ábyrgð þess.

Könnunin var ekki tengd Akureyrarbæ á neinn hátt en niðurstöður könnunarinnar voru sendar á Skipulagssvið Akureyrar og á formann Skipulagsráðs Akureyrarbæjar.

Hægt er að skoða niðurstöður könnunar Envalys í ítarlegri samantekt með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó