„Þessi hjúkrunarfræðingur á Akureyri er nýja hetjan mín“

„Þessi hjúkrunarfræðingur á Akureyri er nýja hetjan mín“

Sjónvarpsmaðurinn Felix Bergsson er ánægður með Eyrúnu Gísladóttur, hjúkrunarfræðing á Akureyri en Eyrún hefur síðustu daga barist fyrir næringarríkari fæðu fyrir börn og unglinga í skólum Akureyrarbæjar.

Sjá einnig: Segir að bæta þurfi næringu barna í skólum bæjarins

„Þessi hjúkrunarfræðingur á Akureyri er nýja hetjan mín. Það þarf hugrekki til að standa upp gegn rauða kjöts söfnuðinum sem gripur gjarnan til hins klassíska “hér borðum við góðan og gamlan ÍSLENSKAN heimilismat!” Sem þýðir þá bjúgu. Já og fiskbúningur frá ORA,“ skrifar Felix á samfélagsmiðlinum Twitter.

Eyrún hefur sent formlegt bréf á fræðslusvið Akureyrarbæjar þar sem hún bendir á ýmsa vankanta á matseðlum í leik- og grunnskólum bæjarins.

„Grænmeti er af skornum skammti, en þá helst hrátt eða úr dós. Fiskur er borinn fram meðal annars með sykruðum tómatsósum eða með snakki, og næringarlitlar súpur úr súpudufti eða mjólkurgrautar með kanilsykri eru í boði á föstudögum,“ sagði Eyrún í spjalli við Kaffið á dögunum.

Töluverð umræða hefur myndast um málið eftir frétt á Kaffið.is en Eyrún segir bæinn meðal annars gegn tilmælum landlæknis með því að bjóða börnum í leik- og grunnskóla upp á unnar kjötvörur og rautt kjöt í miklu magni. Bærinn hefur hafnað ásökunum en ætlar að koma á reglubundnu eftirliti.

Ingibjörg Isaksen, formaður fræðsluráðs, segir að fræðsluráð hafi ákveðið að þörf væri á reglubundinni úttekt á matseðlum og gæði matar í skólum bæjarins. Það verði þó ekki hætt að bjóða upp á kjöt í mötuneytum, boðið verði upp á fjölbreytta fæðuflokka og íslenskan hefðbundinn heimilismat.

Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni um málið á Twitter:

UMMÆLI