Prenthaus

Þórdís með magnaða ábreiðu af laginu Slow It Down: „Hef alltaf getað fundið skjól í tónlist“

Þórdís með magnaða ábreiðu af laginu Slow It Down: „Hef alltaf getað fundið skjól í tónlist“

Þórdís Elín Bjarkadóttir Weldingh hefur gefið út ábreiðu af laginu Slow It Down eftir hljómsveitina Lumineers.

Þórdís er 17 ára fædd og uppalin í Bolungarvík en býr núna á Akureyri þar sem hún er að læra listnám í Verkmenntaskólanum þar. Hún hefur verið mestmegnis syngjandi frá blautu barnsbeini og byrjaði pabbi hennar að kenna henni á gítar frá 11 ára aldri. Ári seinna fékk hún svo sinn fyrsta gítar í jólagjöf.

„Tónlistin hefur hjálpað mér mikið í gegnum lífið. Ég var lögð í mikið einelti þegar ég var yngri og hef alltaf getað fundið skjól í músík. Þegar mér leið illa kom pabbi yfirleitt inn til mín og hlustaði með mér á Eric Clapton og Kansas, spilaði með og kenndi mér gripin. Það hjálpaði mér mikið enda eru þeir enn í miklu uppáhaldi.“

Það er mikið um tónlistarfólk í fjölskyldu Þórdísar en líkt og fram hefur komið var uppeldi hennar nokkuð tónlistartengt. Bæði foreldrar hennar, ömmur og afar hafa gruggað sitthvað í músík en stóri bróðir hennar er nú bassaleikari og bakraddasöngvari hljómsveitarinnar GRINGLO sem hefur vakið mikla athygli í norðlensku tónlistarlífi undanfarin ár. 

Sjá einnig: Akureyringar njóta sólarinnar í nýju myndbandi GRINGLO: „Maður finnur fyrir samheldni”

Það lá því beinast við að hún hrifist mest af rólegum, kassagítaraleiknum rokklögum sem eflaust skýrir stíl hennar og lagaval til ábreiðu.

„Ég heyrði lagið í fyrsta skipti fyrir um tveimur árum og það náði strax til mín. Ég pikkaði það því upp gítarinn og hugsaði með mér hvað það væri gaman að gera ábreiðu (e. Cover) afþví. Ég hafði svo samband við Ivan Mendez, vin minn og forsprakkara GRINGLO, fyrir rúmum mánuði síðan og bað hann um að hjálpa mér með þetta allt saman. Hann hefur reynslu og kunnáttu á þessu sviði enda iðinn við vinnu á eigin efni svo ég fékk mikla og góða aðstoð.“

Lagið er tekið upp í Stúdíói Hljómbræðra og N19. Pródusering og hljóðblöndun er öll unnin af Ivani Mendez.

Hlustaðu á ábreiðu Þórdísar á Spotify:

 

UMMÆLI

Sambíó