Tilboð fyrir nemendur í Sambíóunum Akureyri

Tilboð fyrir nemendur í Sambíóunum Akureyri

Nú er enn ein haustönnin gengin í garð í allri sinni dýrð og eflaust eftirvænting hjá mörgum takast á við skemmtileg verkefni bæði í skóla og félagslífi.

Við hjá Sambíóunum skiljum það mæta vel það að vera í námi er ekki bara krefjandi heldur þarf oft að halda aðeins betur um budduna svona rétt á meðan stúderingarnar standa yfir. Þess vegna ætlum við að bjóða Nemendum HA, MA og VMA 50% afslátt af bíómiðum mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá og með deginum í dag til 15. desember.

Þó að skólagangan verði til þess að margir þurfi að búa við þrengri kost er ekki þar sem sagt að námið verði að vera algjört klausturslíf.

Sjá einnig: Framkvæmdir hjá Sambíóunum á Akureyri

Alltaf hefur verið iðandi mann- og menningarlíf á Akureyri og það er okkar von að unga kynslóðin sem mun koma til með að erfa þetta land muni leysa okkur úr „covid-inniveru-hjólförunum“ og hleypa lífi aftur í afþreyingar-, matar- og menningarflóru bæjarins og upplifa það sem hann hefur að geyma. 

Það eru margar stórar kvikmyndir væntanlegar í Sambíóin og mætti þar nefna; Black Adam, Black Panther Amsterdam og Strange World. Hægt er að nýta nemenda afslátt Sambíóanna með framvísun nemendaskírteini. Afslátturinn gildir ekki með öðrum tilboðum og íslenskum myndum. 


Þessi færsla er kostuð af Sambíóunum. Kynntu þér auglýsingar á Kaffið.is með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI