Um 100 manns mótmæltu á Ráðhústorgi

14625486_10209022613555506_1920026333_n

Vel var mætt á Ráðhústorg á Akureyri í dag þar sem stríðinu í Sýrlandi var mótmælt á friðsamlegan hátt.

14699749_10209022645676309_99372813_n

Mótmælendur á öllum aldri

Fyrir mótmælunum standa flóttamenn sem komu til Akureyrar í byrjun þessa árs eftir að hafa þurft að yfirgefa hörmungarnar sem dynja á heimalandi þeirra.

Um 100 manns mættu í dag en þetta er í annað sinn sem efnt er til mótmæla á Ráðhústorgi.

Khattab Mohammad, einn Sýrlendinganna, hélt stutta tölu þar sem hann þakkaði veittan stuðning og hlýhug. Hann sagðist vonast til að fólk út um allan heim myndi mótmæla stríðinu í Sýrlandi á þennan hátt því það væri eina leiðin til að hafa áhrif.

Sjá einnig

Hjálpum þeim – Engar afsakanir lengur

 

UMMÆLI

Sambíó