Unnið að nýju verkefni í stað Super Break

Unnið að nýju verkefni í stað Super Break

Breska ferðaþjónustufyrirtækið Super Break sem sá um ferðir á milli Akureyrar og Bretlands fór á hausinn fyrr í sumar. Markaðsstofa Norðurlands vinnur nú að því að koma á samskonar verkefni fyrir veturinn 2020-2021.

Sjá einnig: Sumarferðum Voigt Travel á milli Hollands og Akureyrar lokið

Á vef Markaðsstofunnar segir að það sé afar ólíklegt að eitthvað verði úr fyrirhuguðum flugferðum Super Break til Akureyrar í vetur þar sem að ekki sé útlit fyrir að starfsemin verði endurreist.

UMMÆLI