Tónlistarkonan Diana Sus heldur útgáfutónleika sína í Menningarhúsinu Hofi í kvöld, miðvikudaginn 16. júní. Þá mun Diana spila lög af sinni fyrstu sóló smáskífu „Winter Lullabies“ ásamt úrvali af eldheitum sumardjassi.
Sjá einnig: Flutti til Akureyrar til þess að læra skapandi tónlist
Smáskífan er hluti af stærra verkefni þar sem hver hluti er tileinkaður sinni árstíð. „Winter Lullabies“ er tileinkuð löngum íslenskum veturum og þá sérstaklega þessum „covid-vetri“ þar sem minningum af sumri og vinum er fagnað. Diana mun einnig syngja lög sem eru ekki enn hljóðrituð. Píanó snillingurinn Risto Laur spilar undir.
„Winter Lullabies“ er samstarf við Sigfús Jónsson úr Hljómbræður Stúdíó ehf og hlaut styrk frá Menningarsjóði Akureyrarbæjar. Á tónleikunum í kvöld mun Diana syngja, Kjartan Valdimarsson spilar á píanó, Pálmi Gunnarsson á kontrabassa og Ingvi Rafn á Trommur.
Miðasala er í fullum gangi á mak.is.
UMMÆLI