Prenthaus

Verk Margeirs Dire Sigurðarsonar endurgert

Verk Margeirs Dire Sigurðarsonar endurgert

Í dag endurgerir graffítlistamaðurinn Örn Tönsberg verk sem Margeir Dire Sigurðarson gerði á Akureyrarvöku 2014 í portinu milli Rub og Eymundson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ á Facebook.

Sjá einnig: Afmæli Akureyrarbæjar: Dagskrá helgarinnar

Örn nýtur aðstoðar Finns Fjölnissonar málarmeistara við verkið. Vinnan hófst um klukkan 11 og um klukkan 22 verður myndbandi frá 2014 varpað á vegginn í portinu. Akureyrarstofa, KEA og Slippfélagið styrkja verkefnið.

Sjá einnig: Strætóskýli sem hýsir andlitsmynd málaða af Margeiri Dire Sigurðarssyni komið fyrir á Prikinu, kaffihúsi í Reykjavík.

Margeir, sem ólst upp á Akureyri, lést fyrir rúmum tveimur árum í Berlín í Þýskalandi, aðeins 34 ára gamall.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó