NTC netdagar

Verna appið vinsælt á Akureyri

Verna appið vinsælt á Akureyri

Þúsundir Eyfirðinga hafa tekið Verna appinu opnum örmum á liðnum dögum. Eins og kom fram á vef Kaffið.is á dögunum er Verna appið nú opið fyrir öll, hvort sem bíllinn er tryggður hjá Verna eður ei. 

Meðal nýjunga í appinu er sá möguleiki að leggja bílnum í gjaldskyld stæði án þess að greiða aukagjöld, en þau geta stundum verið hærri en sjálf bílastæðagjöldin.

„Við þökkum frábærar viðtökur á Akureyri og nágrenni”, segir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Verna. „Fjöldi notenda á Eyjafjarðarsvæðinu hefur næstum fjórfaldast á örfáum dögum, sem kom okkur skemmtilega á óvart. Það er greinilegt að Eyfirðingar eru spenntir fyrir möguleikanum að leggja án þess að greiða aukagjöld.” 

„Það er líka gaman að segja frá því að við erum komin í samstarf við Bónstöð Jonna sem býður upp á bílaþrif, bón og allskonar bílavörur.  Notendur appsins geta nýtt sér sérstök afsláttarkjör hjá Jonna, og ef bíllinn er tryggður hjá Verna fæst enn betri díll.  Við stefnum að því að kynna til sögunnar fleiri samstarfsaðila á Eyjafjarðarsvæðinu á næstu dögum. Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan”, segir Friðrik að lokum. 

Notendur sem ná í appið fyrir 1. mars nk. geta unnið 100 þúsund króna gjafabréf frá flugfélaginu Play.

Kíktu undir húddið og sjáðu hvað Verna hefur uppá að bjóða    https://www.verna.is/fyriroll


Þessi grein er birt á vef Kaffið.is í samstarfi við Verna

Sambíó

UMMÆLI