Victor Da Costa áfram með Magna

Victor Da Costa líður afar vel á Grenivík.

Fransk-portúgalski knattspyrnumaðurinn Victor Da Costa verður áfram með Magna Grenivík en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið í dag.

Magni leikur í 2.deildinni en Victor hefur leikið með liðinu frá árinu 2014 og skorað sex mörk í 60 leikjum.

Magni hafnaði í fimmta sæti 2.deildarinnar á síðustu leiktíð en þá voru þeir nýliðar í deildinni.

Grenvíkingar hafa bætt við sig sterkum leikmönnum í vetur og ber þar helst að nefna Svein Óla Birgisson, eða Nautið eins og hann er jafnan kallaður og markaskorann Jóhann Þórhallsson. Magni hefur leik í Lengjubikarnum næstkomandi sunnudag er þeir mæta Einherja í Boganum.

Sjá einnig

Jói Þórhalls í Magna

Nautið snýr heim

Kristján Sigurólason nýr aðstoðarþjálfari Magna

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó