Karl Fredrik Jónsson er einn af þeim sem var sagt upp hjá hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri á föstudaginn. Karl var í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær en þar sagðist hann meðal annars vonast til þess að sleppa við það að þurft að nýta sér þjónustu hjúkrunarheimilisins í framtíðinni.
Sjá einnig: Segir ferlið með Öldrunarheimili Akureyrar minna á leikjaaðferðir á Thatcher tímanum
„Ég vona að ég verði bara löngu farinn áður en ég þarf að nýta þessa þjónustu því hún er ekki á uppleið, heldur frekar á niðurleið,“ sagði Karl í viðtali við fréttastofu RÚV.
Karl Fredrik segir uppsögnina hafa verið áfall en honum var sagt upp eftir þrjátíu ára starf á staðnum. Hann segir það ekki koma á óvart að elstu og dýrustu starfsmennirnir, með mestu reynsluna, sé látnir fara fyrst.
UMMÆLI