Yfirlýsing frá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Yfirlýsing frá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar umræðu í fjölmiðlum á Íslandi vegna fjögurra blaðamanna sem hafa verið kallaðir í yfirheyrslu hjá embættinu.

Sjá einnig: Lögreglan á Akureyri boðar blaðamenn í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um skæruliðadeild Samherja

„Í tilefni af umræðu í fjölmiðlum um rannsókn máls hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vill embættið koma eftirfarandi á framfæri. Embættið er með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og er málið í hefðbundnum farvegi. Liður í rannsóknum sakamála er að fram fari skýrslutökur af aðilum og vitnum í því skyni að upplýsa mál. Vegna rannsóknarhagsmuna mun embættið ekki veita frekari upplýsingar um málið,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Sambíó

UMMÆLI