Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Yngsti prófessor Háskólans á Akureyri frá upphafi

Yngsti prófessor Háskólans á Akureyri frá upphafi

Dr. Yvonne Höller hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við sálfræðideild Háskólans á Akureyri frá og með 1. júlí 2020 og er þar með yngsti prófessor Háskólans á Akureyri frá upphafi. Þetta kemur fram á vef skólans.

Þar segir að Yvonne hafi verið dósent við sálfræðideild frá árinu 2017 en hún er með doktorsgráðu í sálfræði frá háskólanum í Salzburg.

„Prófessorsstaða Yvonne er mikilvægt skref í eflingu rannsókna á sviði sálfræði við Háskólann á Akureyri og eflingu sálfræðirannsókna í landinu öllu. Árangur Yvonne er einstakur þegar litið er til hversu miklu hún hefur áorkað nú þegar og ljóst er að öflugt rannsóknarteymi hefur myndast innan sálfræðideildar við Háskólann á Akureyri. Teymið mun styrkja fræðasviðið enn frekar í þeirri vinnu að sækja um heimild til doktorsnáms í nánustu framtíð,“ segir á vef HA.

Rannsóknir Yvonne eru á sviði heilalínurits (EEG) í tengslum við heilasjúkdóma. Helstu birtingar hennar í vísindatímaritum hafa verið á tengslum sjúkdóma á meðvitund, heilabilun, flogaveiki og mænuskaða við sálræna þætti. Sérstakt rannsóknaráhugasvið Yvonne er á sviði minnis og heilasjúkdóma.

Í dag leiðir Yvonne rannsóknarverkefni á sviði flogaveiki sem hún hefur hlotið styrk til að framkvæma í samvinnu við Department of Mathematic and Neurology í Salzburg. Undanfarin misseri hefur Yvonne starfað við EEG-rannsóknarstofuna við Háskólann á Akureyri þar sem hún rannsakar breytingar á virkni heilans meðal fólks sem búsett er á Íslandi og þjáist af skammtímaþunglyndi. 

Akademískt starfsfólk við Háskólann á Akureyri getur sótt um framgang í starfi byggt á menntun, rannsóknarvirkni, kennslu og þátttöku í stjórnun. Mat á umsóknum er í höndum dómnefndar háskólans, sem metur árangur og virkni umsækjanda í starfi. Í framhaldi ákveður rektor á grundvelli dómnefndarálits hvort veita skuli framgang í starfi. Mat á umsóknum um framgang er í samræmi við reglur háskólans þar að lútandi.

Nýjustu rannsóknir Yvonne Höller:

Effects of Antiepileptic Drug Tapering on Episodic Memory as Measured by Virtual Reality Tests (2020)

Correlation of EEG spectra, connectivity, and information theoretical biomarkers with psychological states in the epilepsy monitoring unit – A pilot study (2019)

HD-EEG Based Classification of Motor-Imagery Related Activity in Patients With Spinal Cord Injury (2018)

Sambíó

UMMÆLI