The Business of Life and Death eftir Giorgio Baruchello komin út

Þriðja bók Giorgio Baruchello fyrir forlagið Northwest Passage Books er komin út.

Kanadíska útgáfufyrirtækið Northwest Passage Books hleypti nýlega af stokkunum verkefni til að gera heimspeki aðgengilegri almenningi.

Giorgio Baruchello, prófessor við Háskólann á Akureyri, var fenginn til þess að velja og endurskrifa ritgerðir sínar með það að leiðarljósi.

Nú er þriðja bók Giorgio komin út og nefnist The Business of Life and Death, Volume One: Values and Economies.

Á Amazon er hægt að nálgast eintak á einfaldan hátt.

Alls mun Giorgio gefa út fjórar bækur í samstarfi við Northwest Passage Books. Á síðasta ári komu fyrstu tvær bækurnar út, Mortals, Money and Masters of Thought sem fjallar um dauðann og Philosophy of Cruelty sem fjallar um böl og mannvonsku.


UMMÆLI