Roxanne Everett sýnir íslensk landslagsmálverk í Deiglunni

Opnun sýningarinnar Íslensk landslagmálverk, sýningu gestalistamanns Gilfélagsins Roxanne Everett, verður í Deiglunni laugardaginn 24. mars kl. 14 – 17. Einnig opið á sunnudag kl. 14 – 17 – aðeins þessi eina helgi. Léttar veitingar verða í boði og listamaðurinn verður á staðnum.

Roxanne hefur dvalið í Gestavinnustofu Gilfélagsins í marsmánuði en eyddi einnig tíma í Listhúsi á Ólafsfirði fyrir um ári síðan. Roxanne segir um verk sín: „Málverkin sem ég hef verið að vinna að á vinnustofunni endurspegla ýmist hugarástand og aðstæður fundnar í íslensku landslagi. Verkin eru af þekktum íslenskum stöðum, en fyrir mig þá er það að finna hið sérstaka í hinu algenga landslagi sem grípur athygli mína, einkum að finna mynstur, endurspeglanir og áferðir.“

Flest þessara verka eru akrýlmálverk en á meðan dvölinni stóð hef ég líka kannað nýja miðla. Þau eru aðallega unnin hér í Listagilinu en einnig eru nokkur sem ég byrjaði eða kláraði í Listhúsi á Ólafsfirði í febrúar 2017. Ég er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri, að geta haldið áfram að vinna hérna á Íslandi og að geta sýnt þessa seríu. Ég mun halda áfram með þetta verkefni þegar ég fer aftur heim til Seattle.

Roxanne Everett er landslagsmálari sem leggur áherslu á vistfræði og fegurð náttúrunnar, sérstaklega óbyggðirnar og afskekkt svæði. Markmið hennar er að flytja áhorfendurna til þessara staða og hvetja þá til að móta dýpri tengsl við landið auk þess að endurnýja tengsl þeirra við fyrri reynslu. Í samfélagi sem verður sífellt þéttbýlara deila málverk hennar mikilvægi og fegurð náttúrulegs landslag með áhorfendum, þar á meðal þeirra sem hafa ekki möguleika á að upplifa þessa staði.

Roxanne starfaði sem arkítekt og síðan í tuttugu ár sem landvörður í Bandaríkjunum. Hún hefur áður verið gestalistamaður í Wyoming og Oregon í Bandaríkjunum, Bilpin í Ástralíu og Listhúsi, Ólafsfirði en dvelur nú í gestavinnustofu Gilfélagsins. Hún býr hálft árið í þéttbýli í Seattle og hálft árið í agnarsmáu og einangruðu samfélagi sem er aðeins hægt að komast að á báti.

Roxanne hlaut BA-gráðu í arkitektúr frá Háskólanum í Idaho árið 1983 og master í skógarvistfræði frá Háskólanum í Washington árið 1994. Hún lauk starfsþróunarverkefninu Washington State EDGE starfsþróunarverkefni fyrir myndlistarmenn árið 2011.

Málverk Roxanne eru reglulega sýnd í Bandaríkjunum og eru varanlega sýnd í fjórum miðstöðvum þjóðgarða í vestur Bandaríkjunum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó