Sturtuhausinn fer fram í kvöld

Frétt af vma.is

Í kvöld klukkan 20:00 verður Sturtuhausinn – söngkeppni VMA haldin í Menningarhúsinu Hofi nk. fimmtudag kl. 20:00. Að þessu sinni eru fimmtán söngvarar skráðir til leiks. Miðasala er á mak.is

Hljómsveit kvöldsins verður skipuð tónlistarmönnunum Hallgrími Jónasi Ómarssyni, sem verður tónlistarstjóri og gítarleikari, Valgarði Óla Ómarssyni, sem spilar á trommur, Stefáni Gunnarssyni, sem spilar á bassa og Arnari Tryggvasyni á hljómborð.

Í dómnefnd kvöldsins verða: Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðluleikari, söngvari og lagahöfundur, Valdís Eiríksdóttir – Vala Eiríks útvarpskona á FM957 og fyrrum VMA nemandi og Jón Jósep Snæbjörnsson/Jónsi söngvari.

Kynnir verður Vilhelm Anton Jónsson/Villi Naglbítur.

Þátttakendur í kvöld verða:

Tinna Björg Traustadóttir Oops!… I did it again Britney Spears
Lilla Steinke Niðavellir Skálmöld
Ingimar Eydal Heaven on their Minds Tim Rice
Ari Rúnar Gunnarsson How to save a life The Fray
Þórdís Elín Bjarkadóttir Eyes like the Sea Ellie Hopley
Ólöf Andradóttir Hurt Christina Aguilera
Birna Ösp Traustadóttir Fjöllin hafa vakað Egó
Sunna Björk Þórðardóttir You lost me Christina Aguilera
Örn Smári Jónsson Wait Örn Smári Jónsson
Ragnheiður Diljá Omen Disclosure ft. Sam Smith
Særún Elma Að eilífu Friðrik Dór
Arndís Elva Believe Cher
Embla Sól Páldóttir Toxic Melanie Martinez
Unnur Eyrún Valery Amy Winehouse
Steinar Ingólfsson Litla sæta ljúfan góða Vilhjálmur Vilhjálmsson

UMMÆLI