Vel heppnað átak gegn matarsóun í Lundarskóla

Vel heppnað átak gegn matarsóun í Lundarskóla

Á dögunum var efnt til sérstakst átaks gegn matarsóun í Lundarskóla á Akureyri. Átakið stóð í eina viku og virðist hafa haft jákvæð áhrif á nemendur skólans.

Umræða um almenna matarsóun fór fram í öllum árgöngum skólans og nemendur fengu tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum við að minnka matarsóun.

Fyrir átakið var daglega hent um 30 kílóum af matarafgöngum daglega í skólanum en í lok átaksins hafði innan um 14 kílóum verið hent á heilli viku.

Áætlað er að fylgja átakinu eftir og vigta afgangana nokkrum sinnum fram á vorið og þá fær sá árgangur sem hendir minnstu umbun fyrir.

Sambíó

UMMÆLI