Akureyrarbær styrkir björgunarsveitina SúlurBjörgunarsveitin að störfum í óveðrinu í síðustu viku. Mynd: Facebook-síða Súlna.

Akureyrarbær styrkir björgunarsveitina Súlur

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í gær að styrkja björgunarsveitina Súlur á Akureyri um fjórar milljónir vegna óeigingjarns starfs í þágu íbúa á Norðurlandi síðastliðin 20 ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Í bókun bæjarstjórnar er fjallað um illviðrið sem geisaði í síðustu viku, áhrif þess á daglegt líf fólks og aðkomu björgunarsveita.

„Það er ljóst að björgunarsveitirnar gegndu afar stóru hlutverki og án þeirra getum við ekki verið. Þegar ýmis kerfi sem áttu ekki að geta brugðist gerðu það samt stóðu björgunarsveitirnar sem klettur og voru lykilaðilar í fjölda björgunaraðgerða, jafnt smárra sem stórra.Fyrir þeirra tilstilli var hægt að sinna lágmarks velferðarþjónustu á svæðinu bæði á vegum ríkis og sveitarfélags, þar sem björgunarsveitarfólk tók að sér að ferja heilbrigðisstarfsfólk á milli staða.

Bæjarstjórn þakkar björgunarsveitinni Súlum fyrir ómetanlegt framlag í þágu sveitarfélagsins og íbúa þess.“

UMMÆLI