Akureyrarkirkja höfðar mál gegn skemmdarvarginum sem talinn var ósakhæfur

Akureyrarkirkja höfðar mál gegn skemmdarvarginum sem talinn var ósakhæfur

Akureyrarkirkja hefur höfðað dómsmál á hendur manninum sem vann skemmdarverk á kirkjunni árið 2017. Maðurinn var á sínum tíma talinn ósakhæfur og lét saksóknari því málið falla niður. Kirkjan fer nú fjórum árum síðar fram á 21 milljón í skaðabætur. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Frétt frá 2017: Fjórar kirkjur á Akureyri urðu fyrir skemmdarverkum í nótt

Í byrjun árs 2017 skrifaði maðurinn hatursfull skilaboð á fjórar kirkjur í bænum, Glerárkirkju, kaþólsku kirkjuna, Hvítasunnukirkjuna og Akureyrarkirkju. Í kjölfarið þurfti að skipta um klæðningu á Akureyrarkirkju en það kostaði tæpar tuttugu milljónir króna.

Sjá einnig: Maður á þrítugsaldri játar sök í kirkjumálinu

Samkvæmt vef RÚV verður fyrirtaka í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra 1. júní. Ólafur Rúnar Ólafsson, formaður sóknarnefndar Akureyrarkirkju og lögmaður kirkjunnar í málinu, vildi ekki veita fréttastofu RÚV viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað. 

UPPFÆRT: Akureyrarkirkja fellur frá skaðabótamáli

UMMÆLI