Gæludýr.is

Akureyringar erlendis – Arnór Þór markahæstur í Akureyrarslag

Það var nóg um að vera í Evrópuboltanum um helgina. Hér förum við yfir það helsta.

Fótbolti – Hallgrímur hélt hreinu og Aron Einar á skotskónum

Varnamaðurinn sterki Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Lyngby sem vann 2-0 sigur á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni. Hallgrímur og félagar þar með í þriðja sæti deildarinnar.

Aron Einar Gunnarsson var allt í öllu í 2-1 sigri Cardiff á Nottingham Forest í ensku B-deildinni í gær. Sjáðu myndband af marki Arons með því að smella hér.

Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Basel sem gerði óvænt jafntefli við Lugano í svissnesku úrvalsdeildinni. Haukur Heiðar Hauksson og félagar í AIK eiga leik á morgun gegn Gautaborg.

_1sq3nte

Hallgrímur og félagar í góðum málum í Danmörku

Handbolti – Arnór Þór markahæstur í tapi og Oddur atkvæðamikill

783960

Arnór Þór Gunnarsson

Það var Akureyrarslagur í þýsku Bundesligunni í handbolta þegar lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Balingen fengu Arnór Þór Gunnarsson og félaga í Bergischer í heimsókn. Það voru fastir liðir eins og venjulega hjá Bergischer þar sem Arnór Þór var markahæstur en hann gerði sex mörk í níu skotum. Það dugði þó skammt því Balingen vann fjögurra marka sigur, 27-23.

Oddur Gretarsson
var næstmarkahæsti leikmaður Emsdetten sem vann góðan fimm marka útisigur, 30-35, á Empor Rostock í þýsku B-deildinni í dag. Oddur skoraði átta mörk úr tíu skotum.

Árni Þór Sigtryggsson
var einnig næstmarkahæstur hjá Aue á föstudag þegar hann gerði fjögur mörk úr átta skotum í mikilvægum sigri Aue. Nánar um leikinn með því að smella hér.

Álaborg eru komnir aftur á sigurbraut í dönsku úrvalsdeildinni en eftir tveggja marka útisigur á Midtjylland í gær. Arnór Atlason skoraði tvö mörk en lokatölur urðu 27-29 fyrir Álaborg.

oddur-gretars

Oddur Gretarsson

 

Sjá einnig

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

Sambíó

UMMÆLI