NTC

Amabadama bætist í hóp listamanna á Einni með öllu

Í dag var staðfest að íslenska reggí hljómsveitin Amabadama komi fram á Einni með öllu. AmabAdama mun koma fram á Sparitónleikum hátíðarinnar sem eru haldnir árlega á flötinni neðan við Samkomuhúsið.

Á Sparitónleikunum koma einni fram listamenn á borð við KÁ-AKÁ, Aron Hannes, 200.000 naglbítar, Rúnar Eff og Úlfur Úlfur. Að auki munu þeir Eiríkur Hafdal og Steini Bjarka stjórna brekkusöng.

Rúnar Eff einn skipuleggjendum hátíðarinnar segir að Sparitónleikarnir séu stærsti viðburður helgarinnar í spjalli við Kaffið. ,,Sparitónleikarnir á leikhúsflötinni á sunnudagskvöldinu eru alltaf stærstir, enda glæsilegir tónleikar þar á hverju ári. Ekki skemmir umhverfið heldur, fullt af smábátum með rauð blys og dúndrandi flugeldasýning í bland við eðal músík.“

Allar upplýsingar um dagskrá helgarinnar og viðburði má finna inn á www.einmedollu.is.

Sjá einnig:

,,Það er hugur í heimafólkinu“ – Rúnar Eff segir frá því helsta um helgina

Lokanir gatna á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu og Íslensku sumarleikunum

Skreytum bæinn rauðan!

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó