NTC netdagar

Arnór Þór framlengir við Bergischer

Arnór Þór hjá Bergischer til 2021.

Landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson hefur gert nýjan samning við þýska úrvalsdeildarliðið Bergischer sem nær til ársins 2021.

Arnór Þór hefur leikið með Bergischer frá árinu 2011 og hefur verið einn af burðarásum félagsins allar götur síðan hann gekk í raðir þess frá Bittenfeld. Það má segja að Arnór sé einn besti leikmaðurinn í sögu félagsins sem stofnað var 2006 en hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu 2013 og hefur verið markahæsti leikmaður liðsins síðustu tvö tímabil. Arnór var jafnframt markahæsti Íslendingurinn í þýsku Bundesligunni 2014/2015.

Arnór er markahæsti leikmaður Bergischer á yfirstandandi leiktíð. Hann er með 81 mark í 20 leikjum og með skotnýtingu upp á 62%. Bergischer er í harðri fallbaráttu en liðið situr í næstneðsta sæti deildarinnar, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Sjá einnig

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

UMMÆLI

Sambíó