Arnór Þór markahæstur í mikilvægum sigri

Öflugur

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer unnu afar mikilvægan sigur á Coburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Lokatölur 29-25 fyrir Arnóri og félögum.

Arnór Þór var markahæsti leikmaður vallarins en hann skoraði átta mörk úr tíu skotum.

Bergischer er eftir sem áður í næstneðsta sæti deildarinnar en er nú þrem stigum frá öruggu sæti þegar þrettán umferðir eru eftir.

Arnór er langmarkahæsti leikmaður liðsins í vetur með 89 mörk í 21 leik en næstur honum kemur Alexander Hermann með 61 mark.

Einnig var leikið í þýsku B-deildinni í gær og þar var Sigtryggur Daði Rúnarsson markahæsti leikmaður Aue sem tapaði naumlega fyrir Eisenach, 26-27. Sigtryggur Daði skoraði sex mörk úr átta skotum og Árni Þór Sigtryggsson gerði eitt mark í sjö tilraunum.

Oddur Gretarsson er meiddur og var því ekki í leikmannahópi Emsdetten sem vann góðan útisigur á Konstanz.

Sjá einnig

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

Sigtryggur Daði í nærmynd – Líður best í Áshlíð 4

Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

Sambíó

UMMÆLI