Aron Einar í úrvalsliði Norðurlandaþjóðanna

Tveir af 200 bestu knattspyrnumönnum heims.

Aron Einar og Birkir Bjarnason geta litið stoltir til baka til ársins 2016.

Þorparinn öflugi Aron Einar Gunnarsson er í úrvalsliði Norðurlandaþjóða í knattspyrnu árið 2016 en norski fjölmiðillinn VG stóð fyrir vali á úrvalsliðinu og er Aron einn þriggja Íslendinga í liðinu en hinir eru Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson.

Sjá einnig: Aron fjórði í kjöri á íþróttamanni ársins

Liðið er firnasterkt og hefur að geyma leikmenn á borð við ofurstjörnuna Zlatan Ibrahimovic og danska snillinginn Christian Eriksen.

Norðurlandalið ársins 2016, stillt upp í leikkerfi 4-3-1-2 (Land og félagslið í sviga): Kasper Schmeichel (Danmörk/Leicester City), Victor Lindelöf (Svíþjóð/Benfica), Ragnar Sigurðsson (Ísland/Fulham), Mathias Jörgensen (Danmörk/FCK), Ludwig Augustinsson (Svíþjóð/FCK); Aron Einar Gunnarsson (Ísland/Cardiff City), Thomas Delaney (Danmörk/FCK), Christian Eriksen (Danmörk/Tottenham); Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland/Swansea City); Emil Forsberg (Svíþjóð/RB Leipzig), Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð/Man Utd).

Annar Akureyringur, Birkir Bjarnason, er svo á sex manna varamannabekk en hann er eini Íslendingurinn á bekknum. Lars Lagerback er svo þjálfari ársins samkvæmt þessu vali.

Sjá einnig: Tveir Akureyringar meðal 200 bestu knattspyrnumanna heims 

Aron Einar og Birkir voru báðir í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu árið 2016 og vöktu mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu á EM í Frakklandi. Þá átti Birkir einnig afar gott ár með félagsliði sínu sem stóð uppi sem svissneskur meistari síðasta vor.

Sjá einnig

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

 

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó