Biggi Maus og Drengurinn Fengurinn gefa út lag saman

Biggi Maus og Drengurinn Fengurinn gefa út lag saman

Drengurinn Fengurinn (Egill Logi Jónasson) hefur gefið út lagið Poppstjarna í felum með Bigga Maus ásamt myndbandi við lagið. Hlustaðu á lagið og sjáðu myndbandið hér að neðan.

Drengurinn Fengurinn (Egill Logi Jónasson) hefur verið afkastamikill síðustu 2 ár. Gefið út nær 30 breiðskífur auk þess að mála fjölda verka. Hann hefur nánast gefið út nýja plötu á hverjum föstudegi undanfarið ár.

Núna vinnur hann plötuna „Akureyri All Stars“ þar sem hann fær til liðs við sig þekkta og minna þekkta tónlistarmenn sem búa á Akureyri til liðs við sig. Hver og einn semur með honum og hljóðritar lag (auk þess að gera myndband) á aðeins 4 klukkustundum.

Fyrstur í röðinni er Birgir Örn Steinarsson (Biggi Maus) sem hefur búið á Akureyri í 2 ár og verið iðinn við útgáfu á nýrri tónlist á þeim tíma.

„Er þetta sumarsmellur? Er gestur Drengsins Fengsins í nýju lagi. Það heitir „Poppstjarna í felum“ og fjallar um það þegar ég sá hann fyrst á tónlistarhátíðinni Mannfólkið Breytist í Slím í fyrra. Drengurinn Fengurinn kemur alltaf fram með grímu þannig að þegar ég reyndi að finna hann eftirá til þess að þakka fyrir gott gigg, tókst það ekki, því ég vissi ekki hvernig hann leit út,“ skrifar Biggi Maus á samfélagsmiðlum.

lag á Spotify:https://open.spotify.com/track/67AUOL2eKsgJg7y6r1zYpb?si=d39eace8d6f34055

Myndband á YouTube:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó