Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson er að slá í gegn í Svíþjóð. Hann hefur verið frábær í sænska Idolinu og í gærkvöldi komst hann áfram í næstu umferð keppninnar.
Sjá einnig: Sjáðu Birki syngja Húsavík í Idol
Jón Óðinn Waage, faðir Birkis, var í áhorfendasalnum þegar Birkir steig á svið í gær og söng lagið Húsavík. Jón Óðinn segir að fyrir sýningu hafi Birkir átt erfitt með að tala vegna hálsbólgu.
„Ég hitti Birki fyrir sýninguna og þá gat hann varla talað. Þá hélt ég að því væri lokið, að engar líkur væru á að hann gæti leikið. En…. Vá, ég er frábær stoltur pabbi,“ skrifar Jón Óðinn í athugasemd við færslu Idol á Instagram.
Birkir heillaði dómarana upp úr skónum í gærkvöldi þrátt fyrir veikindin. Nú verður kosið á milli keppendanna sem komust áfram í gær og niðurstaðan verður kynnt næsta föstudag þegar einn keppandi verður sendur úr keppni.
Sjá einnig: Birkir Blær komst áfram í Idol í kvöld
UMMÆLI