Prenthaus

Fresta opnun ElkoSpenntir viðskiptavinir Elko þurfa að bíða aðeins lengur eftir opnun verslunarinnar á Akureyri.

Fresta opnun Elko

Ákveðið hefur verið að fresta opnun verslunarinnar ELKO á Akureyri. Stefnt var að því að opna verslunina í vikunni en í ljósi áframhaldandi hertra samkomutakmarkana verður ekki opnað strax. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Með þessum aðgerðum vill fyrirtækið sýna samfélagslega ábyrgð og fresta opnun nýrrar verslunar þar til hægt er að taka á móti viðskiptavinum án þess að mynda óþarfa hópamyndanir á aðventunni.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að samkomutakmarkanir hafi óneitanlega sett strik í reikninginn hvað varðar framkvæmdir en með því að fresta opnunardagsetningu er vonast er til þess að aðstæður í samfélaginu gefið rými til tilslakana hvað varðar samkomutakmarkanir í verslunum.

„Ómögulegt er að segja til um framhaldið þar sem enginn fyrirsjáanleiki er á framgangi mála en stefnt er að opnun ELKO á Akureyri 10. Desember. Líkt og í öðrum verslunum verður hugað að sóttvörnum, grímuskylda við líði og talið inn í verslanir. Vert er að minnast á að öll áhersla hefur verið sett á vefverslun síðastliðnar vikur en þar má finna allt vöruúrval ELKO. Boðið er uppá mismunandi afhendingarmáta um allt land en fyrir Norðurland má meðal annars velja milli heimsendingar, sækja smærri vörur á ELKO á Akureyri eða stærri vörur í vöruhús Samskipa á Akureyri, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á fría heimsendingu á smærri vörum þegar verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira í vefverslun ELKO alveg fram að jólum og er jólaskiptimiði á öllum vörum, sem gildir til 24. Janúar,“ segir í tilkynningu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó