Geir Guðmundsson var markahæsti leikmaður Cesson-Rennes þegar liðið beið lægri hlut fyrir Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Geir skoraði fimm mörk úr níu skotum í fjögurra marka tapi en lokatölur urðu 29-25 fyrir Nantes. Guðmundur Hólmar Helgason stóð í ströngu í vörn Cesson-Rennes en tókst ekki að komast á blað í markaskorun þrátt fyrir eina skottilraun.
Þetta var fyrsta tap Cesson-Rennes í síðustu fimm leikjum og situr liðið nú í níunda sæti deildarinnar en alls leika fjórtán lið í frönsku úrvalsdeildinni.
Í þýsku B-deildinni var Oddur Gretarsson á fleygiferð með liði sínu Emsdetten sem vann þriggja marka sigur á Wilhelmshavener. Oddur skoraði fjögur mörk úr sjö skotum. Emsdetten nú komið í tólfta sæti deildarinnar en alls eru tuttugu lið í þýsku B-deildinni.
Sjá einnig
UMMÆLI