Grátlegt jafntefli Guðmundar og Geirs

Geir og félagar voru hársbreidd frá sigri í kvöld.

Geir og félagar voru hársbreidd frá sigri í kvöld.

Cesson-Rennes gerði jafntefli við Ivry í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld í æsispennandi leik. Frændurnir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson voru á sínum stað í liði Cesson-Rennes.

Leikurinn var jafn á nánast öllum tölum en staðan í leikhléi var 11-11. Cesson-Rennes var grátlega nálægt því að ná sigri en heimamenn í Ivry náðu að jafna með marki úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins. Lokatölur 27-27.

Geir skoraði tvö mörk úr fjórum skotum á meðan Guðmundur Hólmar nýtti sitt eina skot. Báðir gengu þeir hart fram í varnarleiknum að vanda og voru báðir sendir af velli í tvær mínútur.

Cesson-Rennes hefur nú átta stig og situr í áttunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar eftir tíu leiki.

Sjá einnig

Geir Guðmundsson í nærmynd – Gunni Mall Jr. mest pirrandi

Guðmundur Hólmar í nærmynd – Eyrarland besti staður í heimi

UMMÆLI

Sambíó