Halda aðra DÍVU tónleika á Græna Hattinum – Myndband

Halda aðra DÍVU tónleika á Græna Hattinum – Myndband

Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að flytja aðra Dívu tónleika á Græna hattinum næstkomandi fimmtudagskvöld. Á síðustu tónleikum fylltu þær Græna Hattinn og ætla sér sama markmið á fimmtudaginn kemur.
Jónína Björt Gunnarsdóttir kemur til með að flytja sérvalin lög eftir einhverjar þekktustu dívur allra tíma, þ.á.m. Celine Dion, Whitney Houston, Adele, Emeli Sande og Beyonce. Tónleikarnir eru styrktir af Stefnu Hugbúnaðarhúsi.

Þetta eru ekki alveg sömu tónleikarnir, það er glænýtt efni á dagskránni. Það er að segja nýtt gamalt, náttúrlega bara svona þessi þekktustu lög þessara söngkvenna,“ segir Jónína Björt í samtali við Kaffið. Jónína verður með úrvals hljómsveit með sér til að gera upplifunina sem besta.

Hljómsveitina skipa:
Hallgrímur Jónas Ómarsson – Gítar
Valgarður Óli Ómarsson – Trommur
Stefán Gunnarsson – Bassi
Ármann Einarsson – Píanó
Helga Hrönn Óladóttir – Bakrödd
Guðrún Arngrímsdóttir – Bakrödd

Hér að neðan má sjá klippu frá síðustu Dívu tónleikum sem slógu rækilega í gegn en gestasöngkonur á þeim tónleikum voru þær Selma Björnsdóttir og Katrín Mist Haraldsdóttir:

 

 

Sambíó

UMMÆLI