Hvetja fólk til að læsa húsum sínum í Eyjafjarðarsveit

Úr Eyjafjarðarsveit

Á vef Eyjafjarðarsveitar í dag birtist tilkynning til íbúa svæðisins þar sem brýnt er fyrir þeim að fylgjast vel með sínu umhverfi og skilja ekki hús eftir ólæst.

Ástæðan er sú að borið hefur á fólki í óskilgreindum könnunarleiðangri heim að íbúðarhúsi í sveitinni sem hefur óeðlilegan áhuga á fasteignum að því er segir í tilkynningunni.

Sjá einnig

Íbúar í Naustahverfi óttaslegnir

UMMÆLI

Sambíó