Gæludýr.is

Ivan Mendez gefur út ábreiðu af Wild World

Akureyringurinn Ivan Mendez sendi í sag frá sér ábreiðu af laginu Wild World sem Cat Stevens samdi upprunalega. Ivan hefur í nógu að snúast þessa dagana en hann vinnur að útgáfu af plötu með hljómsveitinni Gringlo.

Ivan segist hafa verið að vinna að einstaklingsverkfeni sem hann vonist til að gefa út seinna á árinu og Wild World útgáfan sé forsmekkurinn af því. Einbeitingin sé þó aðallega á stídóvinnu með Gringlo.

„Það er alltaf gott að hafa eitthvað annað með, til að leyfa sköpunarkraftinum að flæða frjálsum.“

Ivan segir að lagið Wild World hafi lengi verið í uppáhaldi hjá sér. „Hugmyndin kom til mín einhvertíman þegar ég var úti að labba raulandi og trommandi á bringuna á mér , eins og ég geri ansi oft. Þanning ég hljóp heim og fór að fikta í þessu og úr varð þessi soulful/electro útgáfa.“

Lagið sem hægt er að hlusta á hér að neðan er tekið upp í N19 studios, hljóðblandað af Ivani sjálfum en masterað af Hauki Pálmasyni.

Sjá einnig:

Gringlo frumsýna nýtt lag og myndband

Sambíó

UMMÆLI