Eins og Kaffið greindi frá fyrr í dag var maður sem bjó á neðri hæð hússins sem brann í nótt handtekinn, hann hefur nú verið látinn laust og miðar rannsókn málsins vel samkvæmt lögreglunni á Akureyri.
Tveir einstaklingar, karl og kona, í íbúð á efri hæð hússins, tilkynntu um eldinn um hálf tvö leytið í nótt. Þau komu sér sjálf út úr húsinu og voru flutt á bráðamóttöku til skoðunar.
UMMÆLI