Myndband: Birkir Bjarna skoraði í sex marka sigri

Birkir Bjarnason

Birkir Bjarnason

Birkir Bjarnason var á skotskónum í gær þegar lið hans, Basel, vann stórsigur á Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni.

Basel hefur mikla yfirburði í deildinni og skoraði sex mörk gegn engu í gær en Vaduz er á botni deildarinnar á meðan að Birkir og félagar tróna á toppnum.

Birkir skoraði fimmta mark leiksins en þá var hann réttur maður á réttum stað á fjærstönginni og kláraði færið sitt á glæsilegan hátt. Myndband af öllum mörkum leiksins má sjá hér að neðan en mark Birkis kemur eftir rúmlega eina mínútu og fjörtíu sekúndur.

Sjá einnig

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

Myndband: Birkir Bjarnason á skotskónum í Sviss

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó