Netflix sýnir Lof mér að falla áhuga – Verður sýnd um allan heim

Netflix sýnir Lof mér að falla áhuga – Verður sýnd um allan heim

Kvikmyndin Lof mér að falla í leikstjórn Baldvins Z er heldur betur að slá í gegn þessa dagana. Myndin vakti mikla athygli á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum og hefur í kjölfarið vakið athygli í fleiri löndum.

Nú er orðið ljóst að myndin mun ferðast um heimsbyggðina á næstu vikum og mánuðum. Viðræður eru langt komnar við fyrirtæki í löndum á borð við Frakkland, Þýskaland, England, Danmörku og Bandaríkin þar sem Netflix er að skoða myndina.

Sjá einnig:  The Guardian fjallar um Lof mér að falla – „Mynd sem þú verður að sjá“

Netflix hefur sýnt myndinni mikinn áhuga eftir þau gríðarlegu sterku viðbrögð sem myndin hefur fengið hérlendis og í Toronto.

Eftir kvöldið í kvöld verða ca. 30,000 gestir búnir að upplifa þessa mögnuðu mynd í kvikmyndahúsum landsins á innan við tveimur vikum sem er magnaður árangur. Lof mér að falla hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og gesta – hér heima og erlendis.

Sjá einnig: Lof mér að falla heldur áfram að slá í gegn – Rúmlega 23 þúsund gestir

Leikstjóri, aðalleikarar og framleiðendur fylgja myndinni svo eftir á kvikmyndahátíðina Busan í S-Kóreu þar sem Lof mér að falla mun taka þátt í World Cinema hluta hátíðarinnar. Busan er stærsta kvikmyndahátíð Asíu og fer fram 4.-13.október – þetta er Asíu frumsýning myndarinnar.

Sýnishorn myndarinnar:

Söguþráður myndarinnar:

Myndin segir frá hinni 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.

Sambíó

UMMÆLI