Gæludýr.is

Netöryggi og töfrar með Lalla töframanni

Netöryggi og töfrar með Lalla töframanni

Vikuna 15. til 19. apríl mun Lalli Töframaður heimsækja grunnskóla í Akureyri með Snjallvagninn sem er fræðsluverkefni knúið af Huawei og Insight í samstarfið við Heimi og Skóla og SAFT. Snjallvagninum er ætlað að vekja nemendur á aldrinum 10 til 16 ára til umhugsunar um hegðun sína og líðan á netinu. Verkefnið hófst árið 2020 og hefur hingað til frætt yfir 3000 nemendur á höfuðborgarsvæðinu, Sauðarárkróki, Ísafirði, Borgarbyggð, Vestmannaeyjum og Selfossi. Árið 2022 tóku þrír grunnskólar á Akureyri þátt í fræðslunni. Nú snýr Snjallvagninn aftur til Akureyrar og verkefnið heimsækir sjö skóla þar og einn í Hrísey. Fræðslan í höfuðstað Norðurlands mun standa í eina viku.

Lalli töframaður spinnur saman fræðslu, töfrum og gríni. Kynningarnar eru skemmtileg leið til að læra um stafrænt fótspor, persónuvernd, réttindi, ábyrgð á netinu o.fl. mikilvæg málefni. Með myndum og staðreyndum opnar hann fyrir umræðu og samtal við ungt fólk um tækifærin sem stafrænt umhverfi býður upp á, hvernig á að hafa samskipti á netinu og leiðir til að takast á við þær hættur sem fylgja netnotkun.

Könnun Snjallvagnsins

Samhliða fræðslunni er framkvæmd könnun með það að markmiði að kanna stöðu barna, miðlanotkun og stafræna hæfni þeirra. Engum persónulegum upplýsingum er safnað í könnuninni. Þegar könnuninni er lokið fá þátttakendur sérsniðið ábendingablað sem veitir gagnlegar upplýsingar um áhættuhegðun og verkfæri til að nota netið með ábyrgari hætti.

Niðurstöður Snjallvagnsins eru kynntar einu sinni á ári í skýrslu. Úr könnuninni 2024 kom í ljós að flestir svarenda (65%) passa upp á deila ekki lykilorðum sínum og 72% athuga öryggisstillingar sínar reglulega eða þegar það er nauðsynlegt. Einungis 2% svarenda nýta sér netið til að vera skapandi (kóða eða búa til efni) og 23% samþykkja vinabeiðnir frá ókunnugum ef þeir eiga sameiginlega vini fyrir. Meirihluti svarenda (62%) vita að þeir þurfa leyfi til að birta myndir af öðrum á netinu. 25% svarenda eru með ótakmarkaðan utankomandi aðgang að reikningi sínum á samfélagsmiðlum. Niðurstöðurnar hafa líka leitt í ljós að samskipti foreldra við börn sín um starfsemi barna sinna á netinu er lítil eða takmörkuð.

„Niðurstöður Snjallsvagnsins eru mjög dýrmætar í umræðunni um netöryggi barna og ungmenna. Hvernig börn nota og hegða sér á netinu er orðið stærsta málefnið sem foreldrar út um allan heim þurfa að eiga við. Það er ljóst að við sem samfélag þurfum að bæta okkur til að gera netið að öruggum stað fyrir börn og ungmenni og til að ná því markmiði þurfum við öll að taka höndum saman. Börn, foreldrar, menntayfirvöld, tæknifyrirtæki og stjórnvöld,“ segir Sigurður Sigurðsson, sérfræðingur í miðlanotkun barna hjá SAFT og Heimili og skóla.

Sambíó

UMMÆLI