Rapparinn Trausti gefur út lag og tónlistarmyndband

Pétur Trausti Friðbjörnsson gengur undir listamannanafninu Trausti.

Grenvíkingurinn og rapparinn Trausti var að gefa út sitt fyrsta tónlistarmyndband en rapparinn hefur verið duglegur að semja og senda frá sér tónlist undanfarið. Kaffið varð fyrst til að birta hans fyrsta lag, sem hann gaf út fyrir ári síðan, en síðan þá hefur hann gefið út mikið og fjölbreytt efni. Hann er um þessar mundir að vinna í sinni fyrstu plötu sem kemur til með að heita Þrýstingur. 

Þetta nýjasta lag Trausta heitir Elska það og fjallar um erfiðan tíma í lífi Trausta. Hann segist hafa verið frekar leiður á þessum tíma og var að reyna að finna sig og sinn hljóm í tónlistinni. Kvöld eitt var hann staddur í hljóðverinu og fór að söngla viðlag sem síðan festist alveg í hausnum á honum. Í kjölfarið bjó hann til takt og úr þessu varð lagið Elska það.
Það var síðan Brynjar Birgisson sem hreifst svo af laginu að hann hafði samband við Trausta og vildi fá að leikstýra tónlistarmyndbandi við lagið. Hér að neðan má sjá útkomuna hjá þessum upprennandi rappara:

Sjá einnig: 

Pétur Trausti gefur út sitt fyrsta lag

 

Sambíó

UMMÆLI